Borg fyrir fólk

Reyk­vískt samfélag er byggt á rétt­læti, sann­girni og þátt­töku barna og full­orð­inna. Borg­ar­búar lifa við öryggi og geta haft jákvæð áhrif á eigin líf og annarra. Með því að hlusta, miðla, rýna og þróa er stuðlað að inngild­ingu þar sem engin er skilin eftir. Reykjavík okkar allra.

Við erum svo lánsöm að tilheyra samfé­lagi þar sem við getum haft jákvæð áhrif á eigið líf og samborgara okkar. Lýðræð­isleg vinnu­brögð, skiln­ingur á fjöl­breyti­leika mann­lífs og jöfn fram­setning ólíkrar menn­ingar eru allt lykil­at­riði í því að ná fram jöfnuði. Í marg­breyti­leik­anum felst mikill styrkur. Saman getum við unnið bug á fátækt, stuðlað að friði og tryggt jöfn lífs­gæði fyrir alla, hvar í heim­inum sem þeir búa. Við hvetjum til samstöðu þegar erfið­leikar steðja að. Að gera sér grein fyrir mikil­vægi eigin velferðar og annarra er forsenda sjálf­bærrar þróunar.

Heilsuborgin Reykjavík

Við viljum skapa heilsu­efl­andi og öruggt samfélag, þar sem fólk á öllum æviskeiðum hefur jöfn tæki­færi til að hlúa að andlegri, líkam­legri og félags­legri heilsu.

Fjölbreytt menning, nám og nýsköpun

Samfélag og umhverfi Reykja­vík­ur­borgar er uppspretta lærdóms allt æviskeiðið, þar sem fjöl­breytt menning og nýsköpun gegna lykil­hlut­verki.

Jafnræði og velferð óháð bakgrunni

Fjöl­breyttar raddir samfé­lagsins eiga skilið að heyrast og hafa vægi. Allir hafa rétt á öruggu húsnæði, fram­færslu, og aðgengi­legri þjón­ustu. Þá á örygg­isnet á að grípa þau sem þess þurfa. Farið verður í uppbygg­ingu á búsetu­kjörnum og öðrum húsnæð­isúr­ræðum á vegum húsnæð­is­fé­laga og Félags­bú­staða.