Grunn­skólar

Reykja­vík­ur­borg rekur nú 36 grunn­skóla, þar af tvo sérskóla. Í þeim stunda um 14.000 börn og unglingar nám. Í skóla­starfi er haft að leið­ar­ljósi að börnum líði vel, að þeim fari stöðugt fram og að þau öðlist uppeldi og menntun fyrir líf og starf.

Látum draumana rætast

Öllum börnum og unglingum skal veita fjöl­breytta menntun og reynslu til þess að skapa þeim jöfn tæki­færi til að láta drauma sína rætast. Í skólum borg­ar­innar er unnið að því að öll börn lesi sér til gagns og gamans, afli sér þekk­ingar og öðlist skilning á samfé­lagi og náttúru. Þau sýni frum­kvæði og tileinki sér skap­andi og gagn­rýna hugsun og heil­brigðan lífs­stíl. Þá er lögð áhersla á snjall­væð­ingu í skóla- og frístund­a­starfi, í kennslu- og starfs­háttum sem og vald­efl­ingu barna og ungmenna í gegnum tækni og sköpun.

Verkefnin framundan

Á næstu árum mun borgin koma til með að stækka og þéttast. Því er nauð­syn­legt að gera úttekt á þeim skólum sem nú þegar eru í borg­inni og ráðast í endur­bætur, ásamt því að byggja skóla til að þjón­usta ný hverfi.

Nýir grunnskólar

Það er mikill kostur að börn geti sótt helstu þjón­ustu eins nálægt heimili sínu og auðið er. Því verður ráðist mikla uppbygg­ingu í nýjum hverfum og á helstu þétt­ing­ar­svæðum borg­ar­innar. Meðal þess sem liggur fyrir er bygging nýrra skóla í Skerja­firði, Voga­byggð, Ártúns­höfða og Vatns­mýri.

Endurbætur á eldri skólum

Margar skóla­bygg­ingar í Reykjavík eru komnar til ára sinna og þörf á víðtækum endur­bótum. Þá verður sérstakt framlag til stofn­kostn­aðar fram­halds­skóla hluti af uppbygg­ingu næstu ára. Fjöldi verk­efna sem snúa að endur­bótum eru nú í bígerð.

  • Viðbygging og endurbætur fjölda skóla, t.d. Vesturbæjarskóla, Austurbæjarskóla og Safamýrarskóla
  • Endurnýjun mötuneyta í grunnskólum borgarinnar
  • Færanlegar stofur
  • Úttektarskýrsla um meiriháttar viðhald grunnskóla borgarinnar
  • Kaup og endurbætur Vörðuskóla
  • Úrbætur vegna öryggis- og aðgengismála í grunnskólum.