Leik­skólar

Í yfir 60 leik­skólum borg­ar­innar dvelja hátt í sex þúsund börn. Sérút­búnar ungbarna­deildir eru í mörgum skólum. Auk þess eru átján sjálf­stætt starf­andi leik­skólar í borg­inni. Leik­skólinn er fyrsta skóla­stigið og þar læra börnin á skap­andi hátt allt milli himins og jarðar og ekki síst að vinna saman.

 

Aukin þjónusta fyrir þau yngstu

Lengi býr að fyrstu gerð, og einmitt þess vegna er svo mikil­vægt að bjóða upp á fjöl­breytta og góða þjón­ustu fyrir yngstu kynslóðina. Eftir því sem borgin stækkar og fólki fjölgar eykst einnig þörfin fyrir viðbætur á yngsta skóla­stiginu. Það þarf að stækka við og byggja nýja leik­skóla ásamt því að uppfæra ýmsa þjón­ustu.

Byggjum og breytum

Næstu árin verður farið í mikla uppbygg­ingu fyrir yngsta skóla­stigið. Byggðir verða nýir leik­skólar, t.d. í Völvu­felli, auk þess sem eldri skólar munu fá löngu tíma­bæra yfir­haln­ingu, þar á meðal Engja­borg, Brekku­borg, Sæborg, Heið­ar­borg, Kletta­borg, Fífu­borg, Rauð­hóll, Árborg og Ægis­borg. Leik­skóla­lóðir verða víða endur­gerðar og nýjum leik­skóla­deildum bætt við, mötu­neyti endur­nýjuð, starfs­manna­að­staða uppfærð og lagður grunnur að ýmsum undir­bún­ings- og hönn­un­ar­verk­efnum vegna viðhalds.