Lifandi menningar- og samfélagshús

Gróf­arhús

Hönn­un­ar­sam­keppni verður haldin um endur­gerð og stækkun Gróf­ar­húss, en þar eru nú til húsa höfuð­stöðvar Borg­ar­bóka­safns – Menn­ing­ar­húss, Ljós­mynda­safn Reykja­víkur og Borg­ar­skjala­safn.

Fram­kvæmdin sjálf mun fela í sér gagn­gera endur­gerð Gróf­ar­hússins við Tryggvagötu og teng­ingu við nýja viðbygg­ingu. Stefnan er að Gróf­ar­húsið verði lifandi menn­ingar- og samfé­lagshús í Miðborg Reykja­víkur – fjöl­breyttur ævin­týra- og fróð­leiks­heimur fyrir börn og fjöl­skyldur og gesti á öllum aldri.

Fjölbreyttur ævintýra- og fróðleiksheimur

Gróf­ar­húsið á að verða hús fyrir fólk þar sem „allir eru velkomnir og upplifa að þeir séu það“ eins og segir í forsögn að fyrir­hug­aðri samkeppni.