Endurgert til að hýsa starfsemi Listasafns Reykjavíkur

Hafn­arhús – samkeppni og endur­bætur

Hafn­ar­húsið stendur við gömlu höfnina í elsta hluta Reykja­víkur, þar sem frá örófi alda var báta­lægi bæjarins og fyrsta bryggja hans. Húsið teiknaði Sigurður Guðmundsson arki­tekt, einn af frum­kvöðlum íslenskrar bygg­ing­ar­listar, í samvinnu við Þórarin Kristjánsson hafn­ar­stjóra á árunum 1933-39 og stækkun þess árið 1957-58.  Það var endur­gert til að hýsa starf­semi Lista­safns Reykja­víkur frá 1998-2000 af arki­tekta­stof­unni Studio Granda. Nú er komið tími á ný fyrir endur­bætur að undan­geng­inni samkeppni.

Listasafn Reykjavíkur

Í Hafn­ar­húsi er lögð áhersla á sýningar á fram­sæk­inni og tilrauna­kenndri list eftir viður­kennda innlenda og alþjóð­lega samtíma­lista­menn og ungt og upprenn­andi hæfi­leika­fólk.