Gufunes

Tækifæri í þorpi skapandi greina

Reykja­vík­ur­borg leitar eftir áhuga­sömum aðilum til að taka þátt í uppbygg­ingu til fram­tíðar í einstöku umhverfi Gufu­ness þar sem fallegt landslag við sjáv­ar­síðuna kallast á við fjöllin.

Hverfið sem er einstakt og skap­andi á fram­tíðina fyrir sér með kröft­ugri þátt­töku skap­andi aðila. Innan nokk­urra ára er búist við að íbúa­fjöldi verði vel á annað þúsund manns.

Húsnæði til sölu

Skemma, verk­smiðja og verk­stæði fyrir skap­andi framtíð

Tvær fast­eignir sem eru í hjarta hverf­isins og bjóða upp á mikla mögu­leika eru til sölu.

  • Gufunesvegur 19, sem er 2.520 m2 og hýsti verkstæði, skrifstofu og lager.
  • Gufunesvegur 21, sem er 4.306 m2 skemma.

Eign­irnar verða allar seldar í núver­andi ástandi og eru tilboðs­gjafar hvattir til að kynna sér það vel.

Lóðir til sölu

Bygg­ing­ar­réttur með atvinnu­ starf­semi á jarðhæð til sölu

Lóða­leigu­rétt­indi ásamt bygg­ing­ar­rétti í miðju hverf­isins eru til sölu.

  • Gufunesvegur 32
  • Gufunesvegur 36
  • Þengilsbás 3

Lóðirnar verða afhentar í því ástandi sem þær eru í og eru tilboðs­gjafar hvattir til að kynna sér það vel.

Ertu með hugmynd?

Hugmyndir að uppbygg­ingu næsta áfanga

Hefur þú hugmynd sem þú vilt sjá verða að veru­leika í Gufu­nesi?

Þróun á næsta áfanga hverf­isins er hafin og kallar borgin nú eftir hugmyndum frá áhuga­sömum aðilum sem vilja taka þátt í uppbygg­ingu næsta áfanga Gufu­ness.

Þú getur sent inn hugmyndir á netfangið: ­athafna­borgin@reykjavik.is með efnis­lín­unni „Tæki­færi í Gufu­nesi“. Hugmyndir skulu helst berast fyrir 26. maí 2021.