Hugmyndaleit

Húsnæði framtíðar með léttu vistspori

Reykja­vík­ur­borg auglýsir eftir skap­andi hugmyndum að íbúð­ar­hús­næði fram­tíð­ar­innar þar sem grænar lausnir eru í forgrunni.

Borgin áformar að leggja til spenn­andi þróun­ar­reiti í nokkrum hverfum og hvetja þannig til vist­vænnar uppbygg­ingar.

Grænni framtíð

Húsnæð­ismál eru eitt mikil­væg­asta verk­efni samtímans. Á sama tíma og mikil þörf er fyrir íbúð­ar­hús­næði þá skilur bygg­ingar­iðn­að­urinn eftir sig stórt kolefn­is­fót­spor. Það er því þörf á skap­andi lausnum þar sem grænar lausnir fram­tíð­ar­innar eru í forgrunni. Til fram­tíðar viljum við sjá grænt borg­ar­um­hverfi, sem býður upp á grænan lífs­stíl í samgöngum, borg­ar­bú­skap/matjurta­rækt, endur­vinnslu og sorp­lausnum, blágrænum ofan­vatns­lausnum, svo dæmi séu tekin.

Á undan­förnum árum hefur Reykja­vík­ur­borg unnið að nýjum lausnum í húsnæð­is­málum. Annars vegar með verk­efninu um hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur þar sem verið er að þróa og byggja íbúðir á níu reitum víðs­vegar um borgina. Hins vegar með þátt­töku í verk­efninu Rein­venting cities (C40) þar sem lykil­reitir í borg­inni eru þróaðir samkvæmt lausnum á sviði sjálf­bærni, umhverf­is­gæða og lægri kolefn­is­fót­spors.

Svæði í boði

Byggt á þessari reynslu tekur borgin næsta skref og leggur með því til þróun­ar­reiti til uppbygg­ingar á húsnæði sem mun vera í fremstu röð hvað varðar sjálf­bærni og umhverf­is­gæði. Hluti uppbygg­ingar á hverju svæði verður fyrir hagkvæmt húsnæði, húsnæð­is­félög og/eða leigu­hús­næði.

Lóðirnar sem Reykja­vík­ur­borg leggur til eru á Veður­stof­ureit, við Arnar­bakka, Völvu­fell, Suður­fell og Suður­lands­braut. Aðilar geta einnig bent á önnur svæði ef þau telja það áhuga­vert. Skipu­lags­vinna fyrir fram­an­greindar lóðir er mislangt komin.

Ertu með hugmynd?

Reykja­vík­ur­borg kallar nú eftir hugmyndum að húsnæði fram­tíð­ar­innar og/eða annarri grænni umbreyt­ingu. Öllum er velkomið að senda inn erindi, hvort sem það er ný hugmynda­fræði, ný bygg­ing­ar­að­ferð eða blanda aðferða:

  • Hugmyndafræði: leiðir sem geta auðveldað fólki að komast í gott húsnæði um leið og vistspor verkefnisins er minnkað. Til dæmis nýsköpun í byggingartækni, leigufyrirkomulagi eða fjármögnun.
  • Byggingaraðferð: hugmyndir sem minnka verulega vistspor væntanlegra bygginga.

Sendu erindi þitt fyrir 26. maí

Öllum er velkomið að senda inn erindi. Með erindi sínu geta áhuga­samir aðilar forgangsraðað á hvaða svæðum þau vilja þróa sínar lausnir og tilgreini hugmynd að fjölda íbúð­arein­inga sem þau sjá fyrir sér á þeim reit.

Aðilum er boðið að senda inn hugmyndir á netfangið: athafna­borgin@reykjavik.is með efnis­lín­unni „Húsnæði fram­tíð­ar­innar“. Lokafrestur til þess að skila inn erindi er 26. maí 2021.

Gögnum skal skilað á rafrænu formi, að hámarki 1.500 orð, ásamt skýr­inga­myndum.

Hvernig verður unnið úr erindum?

Full­trúar Reykja­vík­ur­borgar munu fara yfir innsendar hugmyndir og óska eftir atvikum eftir að fá nánari kynn­ingu á hugmyndum. Mögu­legt er að haldið verði málþing þar sem ákveðnar lausnir verða kynntar nánar.

Að hugmynda­leit lokinni er fyrir­hugað að ákveðnar lóðir verði boðnar til úthlut­unar.