Íbúðauppbygging

Tækifæri fyrir húsnæðisfélög

Reykja­vík­ur­borg leitar eftir samstarfs­að­ilum sem hafa uppi áform um uppbygg­ingu húsnæðis án hagn­að­ar­sjón­ar­miða í borg­inni á næstu tíu árum.

Bæði getur verið um að ræða aðila sem byggja húsnæði á grund­velli stofn­fram­laga Húsnæðis- og mann­virkja­stofn­unar en einnig aðila sem vinna utan þess.

Við leitum að samstarfsaðilum

Reykja­vík­ur­borg óskar eftir samstarfs­að­ilum vegna uppbygg­ingar húsnæðis án hagn­að­ar­sjón­ar­miða. Niður­stöð­urnar verða notaðar til þess að móta fram­tíðaráætlun um úthlutun lóða í borg­inni.

Óskað er eftir upplýs­ingum um eftir­far­andi atriði:

  • Framtíðarsýn aðila um uppbyggingu
  • Möguleg verkefni í Reykjavík
  • Fjöldi íbúða í hverju verkefni
  • Reynslu af uppbyggingu hagkvæms húsnæðis
  • Skipulag og samþykktir félagsins
  • Fjárhagslega getu og fyrirhugaða fjármögnun
  • Áætlaða tímalínu

Fram­lengdur frestur.  Áhuga­samir aðilar hafi samband við Reykja­vík­ur­borg í síðasta lagi 20. júní með tölvu­pósti á netfangið athafna­borgin@reykjavik.is

Vaxandi borg

Verk­efnið er hluti af Græna plani Reykja­vík­ur­borgar sem miðar að því að skapa græna, vaxandi borg fyrir fólk.

Efna­hags­vídd Græna plansins felst meðal annars í því að í borg­inni byggist árlega upp 1.000 íbúðir þar af 250 íbúðir á vegum húsnæð­is­fé­laga.