Aðrar aðgerðir í umhverf­is­málum

Til að stemma stigu við lofts­lags­vánni þurfa allir hlutar borg­ar­innar að starfa saman sem ein heild. Auk stærri áherslupunkta í umhverf­is­málum, rann­sókna og úttekta á raun­stöðu er fjöldi grænna og umhverf­i­s­vænna verk­efna í vinnslu. Þar á meðal eru vistvæn mann­virki, LED væðing ljósa, hljóð­varnir, sjóvarnir og aðgerðaráætlanir flóð­varna.

LED væðing í götulýsingu

LED væðing götu­ljósa sparar umtals­verða orku og þurfa nýir lampar minna viðhald. Ljós­mengun vegna götu­lýs­ingar verður einnig minni með betri stýr­ingu á birtu­stigi og dreif­ingu ljóssins, en gerðar eru kröfur um að ekkert af ljósi fari upp fyrir lampann. Götu­ljósin munu því ekki lýsa upp í nætur­him­ininn sem stuðlar að auknum myrk­ur­gæðum og gerir íbúum kleift að sjá stjörn­urnar betur.

Loftslagsbreytingar

Borgin þarf bæði að vinna gegn lofts­lags­breyt­ingum og laga sig að þeim. Búa þarf hafn­ar­mann­virki og strand­svæði undir hækk­andi yfir­borð sjávar og veitu­kerfi þurfa að geta ráðið við aukna úrkomu. Ný hverfi verða þróuð með tilliti til þess að nýta affalls­vatn betur og hanna hringrás­ar­lausnir til að bregðast við áhrifum af breyttu veður­fari. Flóða­varnir verða með grænum áherslum og hann­aðar þannig að þær nýtist sem borg­ar­rými. Veitu­kerfið og innviðir þess verður styrkt til að draga úr álagi vegna aukinnar úrkomu og áhersla verður lögð á blágrænar ofan­vatns­lausnir.

Vistvæn mannvirki

Reykja­vík­ur­borg mun fjölga kolefn­is­hlut­lausum bygg­ingum í borg­inni. Í nýbygg­ingum og endur­gerð verður í stór­auknum mæli gerð krafa um sjálf­bærni­vottun (m.a. BREEAM) húsnæðis borg­ar­innar. Þá verður haldið áfram með verk­efni sem hvetja aðila til þess að byggja vist­vænar bygg­ingar á borð við Re-inventing cities og Grænar þróun­ar­lóðir.