Kolefn­is­binding og líffræðileg fjöl­breytni

Reykjavík stefnir að kolefn­is­hlut­leysi ekki síðar en árið 2040. Helsta áskor­unin við að ná því marki er að draga hratt úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Á heimsvísu þarf losun að helm­ingast fram til ársins 2030 og helm­ingast aftur til 2040. Næsti áratugur þarf því að verða áratugur aðgerða í lofts­lags­málum.

Hvað þarf að gera?

Á sama tíma og dregið er úr losun þarf að auka kolefn­is­bind­ingu, meðal annars með ræktun skóga og fjöl­breytts gróðurs, endur­heimt votlendis og stuðn­ingi og viðhaldi líffræði­legrar fjöl­breytni. Til að undirbúa borgina fyrir áhrif lofts­lags­breyt­inga þarf einnig að eiga sér stað aðlögun að lofts­lags­breyt­ingum, svo sem sjó- og flóða­varnir og blágrænar ofan­vatns­lausnir, en þær aðgerðir fara oft saman við aðgerðir til kolefn­is­bind­ingar.

Verkefnin framundan

Borgin mun á næstu árum leggja áherslu á kolefn­is­bind­ingu, auka gróður í borg­ar­um­hverfinu, fegra grænu svæðin og tengja þau með grænu neti. Græn svæði og tengsl við náttúru hafa umtals­verð jákvæð áhrif á andlega og líkam­lega heilsu fólks, stuðla að hreyf­ingu og styður við líffræði­lega fjöl­breytni.

  • Áhersla er á sjálfbæra landnotkun með endurheimt votlendis og viðhaldi líffræðilegrar fjölbreytni.
  • Þétting byggðar verður einkum á áður röskuðum svæðum og þjónusta í hverfum verður í göngu- eða hjólafæri.
  • Styrkja á samfelldan vef opinna svæða um allt borgarlandið m.a. með skógrækt sem tengir saman hverfi, heimili og atvinnusvæði.
  • Borgin mun starfa með fyrirtækjum sem hún á aðild að og sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar, að því að greiða aðgengi borgaranna að grænum svæðum sem falla undir þau.
  • Gerð verður metnaðarfull skógræktaráætlun um Loftslagsskóga Reykjavíkur