Öflugar úrgangsforvarnir

Minnkum úrgang og bætum endur­vinnslu

Reykja­vík­ur­borg leggur ríka áhersla á að koma í veg fyrir að úrgangur myndist. Með því er dregið úr óþarfa orku- og auðlinda­notkun á sama tíma og kostn­aður við meðhöndlun úrgangs er lágmark­aður. Úrgangur verður til vegna neyslu­venja og fram­leiðslu­ferla og hann kostar samfé­lagið stórar fjár­hæðir árlega. Tölu­verður umhverf­is­legur kostn­aður fylgir einnig úrgangs­myndun. Með því að koma í veg fyrir myndun úrgangs getum við sparað okkur og umhverfinu mikið álag og kostnað.

Nýtni og matarsóun

Aðgerðir til úrgangs­for­varna eru að mestu tvíþættar, þær snúa að neyt­endum annars vegar og rekstarað­ilum hins vegar. Með fræðslu og hagrænum hvötum er hægt að auka meðvitund um að neyslu­venjur og fram­leiðslu­ferli hafa áhrif á myndun úrgangs.

Sjá nánar um stefnu­mótun og aðgerðir.

Endurbættar grenndarstöðvar

Tölu­vert verður fjár­fest í grennd­ar­stöðvum til að auðvelda íbúum enn betur skil á flokk­uðum úrgangi.

Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu

Í gas- og jarð­gerð­ar­stöð (GAJA) fer fram endur­vinnsla á forflokk­uðum lífrænum heim­il­isúr­gangi í moltu og metan.