Öflugar úrgangsforvarnir
Minnkum úrgang og bætum endurvinnslu
Reykjavíkurborg leggur ríka áhersla á að koma í veg fyrir að úrgangur myndist. Með því er dregið úr óþarfa orku- og auðlindanotkun á sama tíma og kostnaður við meðhöndlun úrgangs er lágmarkaður. Úrgangur verður til vegna neysluvenja og framleiðsluferla og hann kostar samfélagið stórar fjárhæðir árlega. Töluverður umhverfislegur kostnaður fylgir einnig úrgangsmyndun. Með því að koma í veg fyrir myndun úrgangs getum við sparað okkur og umhverfinu mikið álag og kostnað.
Nýtni og matarsóun
Aðgerðir til úrgangsforvarna eru að mestu tvíþættar, þær snúa að neytendum annars vegar og rekstaraðilum hins vegar. Með fræðslu og hagrænum hvötum er hægt að auka meðvitund um að neysluvenjur og framleiðsluferli hafa áhrif á myndun úrgangs.
Endurbættar grenndarstöðvar
Töluvert verður fjárfest í grenndarstöðvum til að auðvelda íbúum enn betur skil á flokkuðum úrgangi.

Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu
Í gas- og jarðgerðarstöð (GAJA) fer fram endurvinnsla á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi í moltu og metan.
