Orku­skipti

Orku­skipti eru lykil­at­riði þegar kemur að því að draga úr losun gróð­ur­húsaloft­teg­unda. Í þeim felst að farið er mark­visst í aðgerðir sem auka hlut­fall endur­nýj­an­legra orku­gjafa, á kostnað eldri orku­gjafa sem menga meira. Einfalt dæmi um þetta væri að skipta úr bens­ínbíl yfir í rafmagnsbíl. Reykja­vík­ur­borg stefnir á kolefn­is­hlut­leysi ekki seinna en árið 2040, og því leggur græna planið mikla áherslu á orku­skipti í sinni aðgerða­áætlun.

Orkuskipti í samgöngum

Lögð verður áhersla á snarpan samdrátt í losun vegna umferðar í Reykjavík sem fyrst og fremst felur í sér breyttar ferða­venjur og orku­skipti í samgöngum. Aðgerðir sem greiða fyrir grænum samgöngum eru meðal annars efling almenn­ings­sam­gangna, hjól­reiða­áætlun, verk­efni á sviði örflæðis og fram­kvæmdir fyrir gang­andi vegfar­endur. Fjár­festing í Borg­ar­línu er meðal þeirra verk­efna sem marka munu vatna­skil í almenn­ings­sam­göngum og umbreyt­ingu borg­ar­innar í græna átt.

Græni ramminn

Verk­efni tengd orku­skiptum falla undir svokall­aðan Grænan ramma sem Reykja­vík­ur­borg hefur sett sér. Græni rammi Reykja­vík­ur­borgar er miðaður við græna skulda­bréfa­fjár­mögnun á verk­efnum sem styðja við umhverfis- og auðlinda­stefnu Reykja­vík­ur­borgar og eiga að skila umhverf­is­legum ábata.

Orkuskipti í innviðum

Stutt verður við orku­skipti og fjár­fest í innviðum fyrir atvinnu­bif­reiðar, fyrir­tækja­flota og bíla­leigur. Þá verður stefnan sett á kolefn­is­leysi í innkaupum borg­ar­innar, orku­skipti í bíla­flota borg­ar­innar og að fjár­fest verði í innviðum sem styðja við orku­skiptin.