Lýðheilsa og leikur

Aðrar fjár­fest­ingar í grænum svæðum

Leik­vellir, torg og opin svæði verða áfram til endur­gerðar og mörg verk­efni koma til fram­kvæmda í tengslum við Hverfið mitt, þar sem leitað er hugmynda hjá íbúum og þeim síðan stillt upp til kosn­inga. Fjár­magni í íbúða­lýð­ræð­is­verk­efnið Hverfið mitt verður aukið og lögð áhersla á færri og stærri verk­efna í hverju hverfi.

Hverfið mitt

Hverfið mitt er samráðs­verk­efni íbúa og stjórn­sýslu borg­ar­innar. Þar gefst íbúum kostur á að hafa áhrif á sitt nánasta umhverfi með því að senda inn hugmyndir að nýjum og smærri verk­efnum í öllum hverfum Reykja­vík­ur­borgar.  Samráðs­verk­efnið snýst í grunninn um forgangs­röðun fjár­muna til verk­efna, stundum kallað þátt­töku-fjár­hags-áætl­unar-gerð. Hugmyndin er að virkja almenning til þátt­töku í lýðræð­is­legri umræðu og ákvarð­ana­töku. Fjár­magninu er skipt á milli hverfa, að hluta til jafnt en einnig eftir íbúa­fjölda.

Sjá nánar á heima­síðu verk­efn­isins.