Hreyfing og útivera

Borg­ar­garðar

Samfléttað við Græna planið mun borgin leggja áherslu á lýðheilsu­sjón­armið við þróun skipu­lags, m.a. að íbúar hafi gott aðgengi að grænum svæðum til þess að ástunda hreyf­ingu og njóta ábata af útiveru.

Perlu­festin verður lögð um Öskju­hlíðina, en það er stígur um þetta vinsæla útivist­ar­svæði og hluti af verð­launa­til­lögu. Göngu- og hjólabrú yfir í Viðey er hluti af Aðal­skipu­lagi Reykja­víkur. Einnig verður unið að uppbygg­ingu í Grasa­garði Reykja­víkur og Hljóm­skála­garð­urinn verður aðlag­aður til að geta borið viðburði.

Borgargarðar

Borg­ar­garðar eru stór græn svæði sem eru í lykil­hlut­verki sem útivist­ar­svæði í Reykjavík og setja mikinn svip á borg­ar­landið. Í flestum borg­ar­görðum má finna sambland af uppruna­legri náttúru og mann­gerðu umhverfi. Í Reykjavík má finna eftir­far­andi borg­ar­garða: Elliða­ár­dalur, Foss­vogs­dalur, Gufunes, Grafar­vogur að Hólms­heiði, Hljóm­skála­garður, Tjörnin og Vatns­mýri, Klambratún, Laug­ar­dalur Laug­arnes, Úlfarsár­dalur, Öskju­hlíð