Útivistarsvæði í útjaðri borgarinnar
Græni trefillinn
Græni trefillinn er viðamikið svæði sem myndar samfellda umgjörð kringum borgina og skilgreinir mörk þéttbýlis og útmerkur. Í Græna treflinum er að finna sambland skógræktarsvæða og ósnortinna náttúrusvæða, einkum mólendis- og heiðagróðurlenda en einnig lífauðugra votlendissvæða.
Til Græna trefilsins í Reykjavík heyra meðal annars Rauðhólar og Rauðavatn, Hólmsheiði og Esjuhlíðar.
Efla á útivistarsvæði græna trefilsins svo íbúar njóti ábata af útiveru með auðveldum hætti.
Unnið verður að innleiðingu rammaskipulags Austurheiða.