Vetrargarður og siglingar í Skerjafirði
Hverfisgarðar og strandsvæði
Hverfisgarðar eru minni græn svæði inni í miðri byggð. Þeir eru fjölmargir í Reykjavík, flestir eru í eldri hluta borgarinnar, Miðborg og Vesturbæ, en þó finnast hverfisgarðar í flestum hverfum.
Þeir eru að mestu manngerðir og eiga sér sögu hönnunar og garðyrkju en nokkrir eru þó byggðir í kringum náttúruminjar. Í hverfisgörðum má finna dvalaraðstöðu og víða eru þar leiksvæði fyrir börn og önnur útivistaraðstaða. Einnig er mikið um útilistaverk í hverfisgörðum og margir þeirra eiga sér áhugaverða sögu.
Vetrargarður og siglingaaðstað
Helstu verkefni Græna plansins í hverfisgörðum borgarinnar er uppbygging á Vetrargarði efst í Seljahverfi og siglingaaðstaða í Skerjafirði.
