Sóknaráætlun Reykjavíkurborgar

Um græna planið

Græna planið er sókn­aráætlun Reykja­vík­ur­borgar sem dregur saman á einn stað helstu lykil­verk­efni og grænar fjár­fest­ingar í borg­inni á komandi 10 árum.  Það er fram­tíð­arsýn um borg­ar­sam­félag sem einkennist af heil­næmu umhverfi, jöfnum tæki­færum og öflugu atvinnu­lífi sem gengur ekki á nátt­úru­auð­lindir.    

Skoða skýrslu

Framtíðarsýn Græna plansins

Lykil­víddir græna plansins eru þrjár; efna­hagsleg, samfé­lagsleg og umhverf­isleg en sjálf­bærni næst ekki nema tillit sé tekið til allra þriggja þátta.    

Kolefn­is­hlut­laus borg
Reykjavík er blómleg, skemmtileg og heil­brigð borg sem verður kolefn­is­hlut­laus árið 2040.  

Grænn vöxtur
Í Reykjavík er kraft­mikill grænn vöxtur, samkeppn­is­hæft borg­ar­sam­félag og frjó­samur jarð­vegur fyrir  skap­andi hugmyndir sem laðar fólk að til búsetu, heim­sókna og athafna.  

Engin skilin eftir
Reykjavík verður græna umbreyt­ingin byggð á rétt­læti, sann­girni og þátt­töku. Íbúar búa við öryggi og geta haft jákvæð áhrif á eigið líf og annarra í nútíð og framtíð.  

Helstu áherslur og aðgerðir í fjármálum, uppbyggingu og atvinnumálum til 2030

Samhliða fram­lagn­ingu á fjár­hags­áætlun 2021-2025 er lögð fram Fjár­mála­stefna Reykja­vík­ur­borgar til 10 ára. Stefn­unni er ætlað að að styðja við Græna planið.
Fjár­hag­sætlun Reykja­vík­ur­borgar 2021 og fimm ára áætlun 2021 – 2025 var lögð fram í borg­ar­stjórn 1. desember 2020 – Skoða frétt: Sókn­aráætlun í Reykjavík í skugga heims­far­aldurs.

Ávarp borgarstjóra

Borg­ar­stjórn ákvað á fundi sínum 2. júní 2020 að unnin yrði lang­tíma­áætlun um fjármál og fjár­fest­ingu Reykja­vík­ur­borgar, Græna planið, byggt á hugmynda­fræðisjálf­bærni, sem legði fram skýra fram­tíð­arsýn um blómstrandi og kolefn­is­hlut­laust borg­ar­sam­félag þar sem allir geta fundið sér tilgang og hlut­verk.

Græna planið er sókn­aráætlun Reykja­vík­ur­borgar sem dregur saman á einn stað helstu lykil­verk­efni og grænar fjár­fest­ingar í borg­inni á komandi 10 árum.

Græna planið felur í sér skyn­samleg efna­hagsleg viðbrögð við hinum gríð­ar­lega samdrætti sem leiðir af heims­far­aldri kóróna­veirunnar og beinir fjár­fest­ingu komandi ára í rétta átt. Við tökumst á við vanda­málin strax en fjár­festum um leið í grænni framtíð. Næsti áratugur verður áratugur aðgerða gegn lofts­lags­vánni og borgin mun ekki láta sitt eftir liggja.

Græna planið varpar ljósi á þrjár víddir sjálf­bærni; umhverf­is­lega, samfé­lags­lega og efna­hags­lega.

Áætl­unin er unnin samhliða undir­bún­ingi fjár­hags­áætl­unar vegna ársins 2021, fimm ára áætl­unar 2021–2025 og vísar veginn áfram til ársins 2030.

Þrótt­mikið og fjöl­breytt borg­ar­hag­kerfi er besta leiðin upp úr samdrætti. Á grunni Græna plansins mun Reykja­vík­ur­borg beita sér fyrir kraft­mik­illi innviða­fjár­fest­ingu í víðtækri samvinnu með það fyrir augum að byggja upp borg tæki­fær­anna. Grænar áherslur og græn skref munu á komandi árum vera leið­ar­ljós borg­ar­innar á öllum sviðum. Eins og segir í sátt­mála þeirra flokka sem mynda meiri­hluta borg­ar­stjórnar:

Við ætlum að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu. Við ætlum að auka lífsgæði fólks og búa til borg þar sem það er gott að vera og gera.

Græna planið byggir á Heims­mark­miðum Sameinuðu þjóð­anna um sjálf­bæra þróun og leggur annars vegar áherslu á verk­efni sem auka lífs­gæði borg­arbúa og hins vegar á verk­efni sem búa til jarðveg fyrir atvinnu­greinar fram­tíð­ar­innar sem skapa verð­mæti án þess að ganga á nátt­úru­auð­lindir.

Ég vil þakka öllum sem hafa komið að mótun Græna plansins og hlakka til að vinna áfram að þróun þess í breiðu samráði svo Reykjavík blómstri sem borg tæki­fær­anna í grænni framtíð.

Dagur B. Eggertsson
Borg­ar­stjóri