Bryggju­hverfið

Eftir að gengið var frá flutn­ingi iðnað­ar­starf­semi af svæðinu var hægt að hefjast handa við stækkun Bryggju­hverf­isins. Á deili­skipu­lags­svæðinu næst núver­andi Bryggju­hverfi munu rísa um 700 íbúðir. Bjarg og Búseti hafa þegar hafið uppbygg­ingu og gefin hafa verið út vilyrði fyrir lóð fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur.

Til viðbótar þessum áföngum verður byggt upp á land­fyll­ingum og þar eru uppi hugmyndir um sund­laug og ýmsa afþrey­ingu.

Stærra Bryggjuhverfi með betri þjónustu

Með stækkun Bryggju­hverf­isins er rennt stoðum undir betri þjón­ustu og aukið mannlíf í hverfinu.

Sundlaug við sjávarsíðuna

Á deili­skipu­lags­svæði 3 sem liggur við Elliða­árvog verða fjöl­margir afþrey­ing­ar­mögu­leikar s.s. sund­laug, sjósund, kajak­aðstaða og almenn­ings­svæði fyrir afslappaða samveru.

Búseti og Bjarg byggja saman í Bryggjuhverfinu

Búseti og Bjarg íbúða­félag standa saman að uppbygg­ingu í Bryggju­hverfinu fyrir tilstuðlan Reykja­vík­ur­borgar.
„Þetta samstarf hefur gengið mjög vel og hafa báðir aðilar mikinn hag af,“ segir Bjarni Þór Þórólfsson, fram­kvæmda­stjóri Búseta. Félögin byggja á Tanga­bryggju en þar var Björgun áður með starf­semi. Bjarni segir að stað­setn­ingin sé frábær og ánægju­legt að sjá íbúðir taka við af gamla iðnað­ar­svæðinu.

Númerasúpa - deiliskipulagssvæði og uppbyggingaráfangar

Sko! Bryggju­hverfi 4 er sama og Bryggju­hverfi III – og á því er einföld skýring. Deili­skipu­lags­svæði nr. 4 eins og sést hér sem hluti af ramma­skipu­lags­svæðis Ártúns­höfða og Elliða­ár­vogs er stundum kallað Bryggju­hverfi III, og þá er átt við að það sé 3ji áfanginn í uppbygg­ingu Bryggju­hverfis. Þetta er semsagt ekki bara munur á rithætti – notkun á arab­ísku eða rómverski tölu­setn­ingu.

Byggt verður á landfyllingum við Elliðaárvoginn

Skipu­lags­áætlanir gera ráð fyrir mikilli uppbygg­ingu Bryggju­hverf­isins, sem hluta af Ártúns­höfða og Elliða­ár­vogi. Á sérstakri vefsíðu má skoða þær áætlanir og fyrir­hugað samráð.