Efsta­leiti (RÚV-reitur)

Íbúð­a­upp­bygg­ingin í kringum Útvarps­húsið er eitt af fyrstu stóru þétt­ing­ar­verk­efn­unum sem hleypt var af stokk­unum með Húsnæð­isáætlun Reykja­víkur. Auk 346 íbúða á svæðinu er versl­unar- og þjón­ustukjarni.

Bygg­ing­arnar eru 3-6 hæðir, reistar í kringum skjól­góða inngarða sem liggja vel við sólu og eru skemmtileg umgjörð fyrir íbúa­sam­fé­lagið, með bæði leik­svæði fyrir börnin og reið­hjóla­skýli.