Kirkju­sandur

Þar sem áður voru verk­stæði og geymslu­stæði fyrir strætó byggist upp fjöl­breytt íbúða­byggð ásamt atvinnu­hús­næði. Rúmlega 350 íbúðir verða byggðar samkvæmt deili­skipu­lagi og gæti sú tala hækkað því gamla Íslands­banka­húsið hefur verið dæmt ónýtt og mun víkja. Þar verða vænt­an­lega íbúðir að hluta.

Húsnæð­is­félög sem rekin eru án hagn­að­ar­sjón­ar­miða byggja fjöl­margar íbúðir á svæðinu og útdeila þeim eftir sínum reglum. Bjarg íbúða­félag hefur þegar úthlutað nokkrum íbúðum og Brynja Hússjóður ÖBÍ mun einnig byggja á svæðinu.

Reykja­vík­ur­borg tók þátt í skipu­lagi svæð­isins og annast gatna­gerð. Leik­skóli verður byggður í hverfinu.

Gefandi að upplifa þegar fólk er komið í örugga höfn

Selma Unnsteins­dóttir verk­efna­stjóri hjá Bjargi íbúða­fé­lagi segir öryggi um húsnæði skipta fólk miklu máli. Fyrstu íbúð­irnar í Hall­gerð­ar­götu voru afhentar haustið 2020. Viðtal við Selmu birtist í blaði um uppbygg­ingu íbúða í borg­inni og Græna planið

Skoðaðu blaðið á vef Reykja­vík­ur­borgar

Fjölbreytt hverfi byggist upp á Kirkjusandi

A – Hús Íslands­banka, en það hefur verið dæmt ónýtt og mun víkja. Þar er gert ráð fyrir íbúðum að hluta.

B – Sjáv­ar­borg. Atvinnu- og þjón­ustu­hús­næði

C – Sólborg, 52 íbúða bygging á 2 – 6 hæðum

D – Stuðla­borg, 77 íbúða bygging á 5 – 7 hæðum

E – bygg­ing­ar­reitur fyrir 82 íbúða hús á fjórum hæðum. Á hluta jarð­hæðar er gert ráð fyrir leik­skóla.

F – bygg­ing­ar­reitur fyrir 30 íbúðir og atvinnu­hús­næði. Haustið 2020 voru til skoð­unar óskir um breyt­ingar á deili­skipu­lagi sem gæti breytt fjölda íbúða.

G og H – Við Hall­gerð­ar­götu verða 80 leigu­íbúðir á vegum Bjargs íbúða­fé­lags og Félags­bú­staða.

I – bygg­ing­ar­reitur Brynju Hússjóðs ÖBÍ fyrir 42 íbúða fjöl­býl­ishús.

Ljós­myndin er tekin haustið 2020. Sjá nánar í blaði um uppbygg­ingu íbúða