Saltfiskmóinn og Vatnshóllinn verða hverfisverndarsvæði

Sjómanna­skólareitur

Á bygg­ing­ar­reit við Stýri­manna­skólann verða íbúðir fyrir hagkvæmt húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaup­endur, sem og Félag eldri borgara, auk sértækra búsetu­úr­ræða.  Vorið 2020 var samþykkt nýtt deili­skipulag fyrir svæðið og þar er meðal annars  kveðið á um að Salt­fisk­móinn og Vatns­hóllinn fái hverf­is­vernd vegna menn­ing­ar­sögu­legs gildis.