Úlfarsár­dalur

Á annað hundrað íbúðir eru nú á fram­kvæmda­stigi í Úlfarsárdal. Stærstu fram­kvæmd­irnar haustið 2020 eru bygging 83 leigu­íbúða við Leirtjörn á vegum Bjargs íbúða­fé­lags og bygging 46 íbúða fyrir almennan markað í 1. áfanga á svoköll­uðum G reit við Leirtjörn. Nokkur minni fjöl­býl­ishús eru einnig í bygg­ingu í dalnum, ásamt einbýlis- og raðhúsum.

Reykja­vík­ur­borg gengur frá gang­stéttum í beinu fram­haldi af uppbygg­ingu húsa og sér um umhverf­is­frá­gang og göngu­leiðir innan hverf­isins.

 

Uppbygging í Úlfarsárdal: Miðstöð menntunar, menningar og íþrótta

Eitt umfangs­mesta bygg­ing­ar­verk­efni Reykja­vík­ur­borgar þessi árin er miðstöð mennt­unar, menn­ingar og íþrótta í Úlfarsárdal. Uppbygg­ingin er vel á veg komin og hefur húsnæði fyrir leik­skóla, grunn­skóla og frístunda­heimili þegar verið tekið í notkun.

Nýtt svæði við Leirtjörn

Bætt var við hverfið lóðum við Leirtjörn og hefur þeim flestum verið úthlutað.

Lausum lóðum fer fækkandi

Lausum lóðum í Úlfarsárdal fer fækk­andi. Hér má sjá lausar einbýl­is­húsa- og raðhúsa­lóðir – Bygg­ing­ar­réttur er seldur á föstu verði.