Úlfarsárdalur
Á annað hundrað íbúðir eru nú á framkvæmdastigi í Úlfarsárdal. Stærstu framkvæmdirnar haustið 2020 eru bygging 83 leiguíbúða við Leirtjörn á vegum Bjargs íbúðafélags og bygging 46 íbúða fyrir almennan markað í 1. áfanga á svokölluðum G reit við Leirtjörn. Nokkur minni fjölbýlishús eru einnig í byggingu í dalnum, ásamt einbýlis- og raðhúsum.
Reykjavíkurborg gengur frá gangstéttum í beinu framhaldi af uppbyggingu húsa og sér um umhverfisfrágang og gönguleiðir innan hverfisins.
Uppbygging í Úlfarsárdal: Miðstöð menntunar, menningar og íþrótta
Eitt umfangsmesta byggingarverkefni Reykjavíkurborgar þessi árin er miðstöð menntunar, menningar og íþrótta í Úlfarsárdal. Uppbyggingin er vel á veg komin og hefur húsnæði fyrir leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili þegar verið tekið í notkun.
Nýtt svæði við Leirtjörn
Bætt var við hverfið lóðum við Leirtjörn og hefur þeim flestum verið úthlutað.

Lausum lóðum fer fækkandi
Lausum lóðum í Úlfarsárdal fer fækkandi. Hér má sjá lausar einbýlishúsa- og raðhúsalóðir – Byggingarréttur er seldur á föstu verði.

Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í íbúðauppbyggingu Þétting byggðar og nýbyggingarhverfi
- Hverfisskipulag Íbúar taka þátt með virku samráði
- Brekknaás
- Sjómannaskólareitur Íbúabyggð og hverfisverndarsvæði
- Veðurstofureitur 250 íbúða byggð
- Efstaleiti (RÚV-reitur) Brátt fullbyggt hverfi
- Eggertsgata – Sturlugata Gönguleiðir og umhverfi
- Kirkjusandur Fjölbreytt íbúðahverfi þar sem áður voru verkstæði
- Hlíðarendi Vatnsmýri - 102 Reykjavík
- Vesturbugt Einstök tenging við höfnina
- Sléttuvegur Sólríkt svæði og góðar tengingar við útivistarsvæði
- Reynisvatnsás og Grafarholt Nálægð við náttúru
- Norðlingaholt Gatnagerð og umhverfisfrágangur fyrir nýjar íbúðir
- Nýi-Skerjafjörður Miðborgarbyggð í mótun
- Vogabyggð Þægilega miðsvæðis og vel tengt hverfi