Vogabyggð
Á einum veðursælasta reit borgarinnar er verið að umbreyta iðnaðarhverfi í íbúðabyggð. Mögulegt er að þar verði allt að 1.900 íbúðir.
Borgarlínustöð verður í hverfinu og leik- og grunnskóli verða á svæðinu við smábátahöfnina, en göngubrýr verða þar yfir frá íbúðabyggðinni.
Í Vogabyggð I á Gelgjutanga er hafin bygging á 74 af tæplega 400 íbúðum og Vogabyggð II er þegar lokið uppbyggingu 46 íbúða við Trilluvog og Kuggavog. Búið er að selja allar íbúðirnar og flutt inn í flestar þeirra. Þá eru framkvæmdir í gangi við vel á þriðja hundrað íbúðir á þeim reit.
Hverfið er þægilega miðsvæðis og mikil áhersla lögð á gangandi og hjólandi
Sóldís Guðbjörg Ólafsdóttir er flutt í nýja íbúð við Trilluvog og hún segir að staðsetningin hafi ráðið miklu fyrir val hennar. Hún er ánægð með hve mikil áhersla er lögð á gangandi og hjólandi vegfarendur og svo er Borgarlínan að koma.
Uppbyggingarsvæðin í Vogabyggð
Vogabyggð er skipt upp í fimm uppbyggingarreiti sem eru komnir mislangt í uppbyggingu. Í gildandi aðalskipulagi eru 1.300 íbúðir en með uppbyggingarmöguleikum syðst í hverfinu (Vogabyggð iV), næst fyrirhugaðri Borgarlínustöð og vegna áforma um stokk á Sæbraut verður væntanlega hægt að byggja fleiri íbúðir á svæðinu.

Viðræður við lóðarhafa í Vogabyggð III

Unnið er að deiliskipulagi fyrir Vogabyggð III þar sem saga og sérkenni reitsins verða leiðarljós með fjölbreyttum valmöguleikum fyrir lóðarhafa. Á svæðinu verður blandað saman atvinnustarfsemi og íbúðum. Kænuvogur yrði vistgata þar sem fólk og gróður fá forgang.
Skoða kynningu sem lóðarhöfum og öðrum áhugasömum var boðið til.
Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í íbúðauppbyggingu Þétting byggðar og nýbyggingarhverfi
- Hverfisskipulag Íbúar taka þátt með virku samráði
- Brekknaás
- Sjómannaskólareitur Íbúabyggð og hverfisverndarsvæði
- Veðurstofureitur 250 íbúða byggð
- Efstaleiti (RÚV-reitur) Brátt fullbyggt hverfi
- Eggertsgata – Sturlugata Gönguleiðir og umhverfi
- Kirkjusandur Fjölbreytt íbúðahverfi þar sem áður voru verkstæði
- Hlíðarendi Vatnsmýri - 102 Reykjavík
- Vesturbugt Einstök tenging við höfnina
- Sléttuvegur Sólríkt svæði og góðar tengingar við útivistarsvæði
- Reynisvatnsás og Grafarholt Nálægð við náttúru
- Úlfarsárdalur Sólríkar suðurhlíðar
- Norðlingaholt Gatnagerð og umhverfisfrágangur fyrir nýjar íbúðir
- Nýi-Skerjafjörður Miðborgarbyggð í mótun