Nýjar götur og endurbætur á þeim eldri
Borgargötur
Innan hverfa verður ásýnd lykilgatna breytt í grænar, öruggari og gróðursælli borgargötur
Unnin verður sérstök áætlun sem lýsir nánar aðferðarfræði og forgangsröðun verkefna.
Nokkar götur verða endurbættar og einnig verða lagðar nýjar götur s.s. ný tenging úr hverfinu við Gufunes, sem verður tengt við Strandveg. Endurbætur verða gerðar á Snorrabraut og Skógarhlíð ásamt nýjum tengingum við Borgartún.
Borgargötur
Borgargötur eru lykilgötur hvers hverfis og njóta forgangs við endurhönnun og fegrun sem almenningsrými og umferðaræð fyrir alla ferðamáta. Sumar borgargötur eru einnig skilgreindar sem „aðalgötur“ og við þær er fjölbreyttari starfsemi heimil en við aðrar götur í viðkomandi hverfi. Helstu þjónustukjarnar og stofnanir hverfis standa við borgargötu og gatan er oft mikilvægasta samgöngutengingin við næsta hverfi fyrir alla helstu ferðamáta.

Endurbætur í Skógarhlíð
Skógarhlið verður endurbætt og lagður verður hjólastígur meðfram henni að austanverðu og mun hann liggja frá norðurenda Skógarhlíðar að undirgöngum undir Litluhlíð. Gönguleiðir verða beggja vegna Skógarhlíðar.
Haustið 2020 lá fyrir deiliskipulagbreyting vegna þessara breytinga – skoða deiliskipulag.