Nýjar götur og endurbætur á þeim eldri

Borg­ar­götur

Innan hverfa verður ásýnd lykil­gatna breytt í grænar, öruggari og gróð­ur­sælli borg­ar­götur

Unnin verður sérstök áætlun sem lýsir nánar aðferð­ar­fræði og forgangs­röðun verk­efna.

Nokkar götur verða endur­bættar og einnig verða lagðar nýjar götur s.s. ný tenging úr hverfinu við Gufunes, sem verður tengt við Strandveg. Endur­bætur verða gerðar á Snorra­braut og Skóg­ar­hlíð ásamt nýjum teng­ingum við Borg­artún.

Borgargötur

Borg­ar­götur eru lykil­götur hvers hverfis og njóta forgangs við endur­hönnun og fegrun sem almenn­ings­rými og umferðaræð fyrir alla ferða­máta. Sumar borg­ar­götur eru einnig skil­greindar sem „aðal­götur“ og við þær er fjöl­breyttari starf­semi heimil en við aðrar götur í viðkom­andi hverfi. Helstu þjón­ustukjarnar og stofn­anir hverfis standa við borg­ar­götu og gatan er oft mikil­væg­asta samgöngu­teng­ingin við næsta hverfi fyrir alla helstu ferða­máta.

Endurbætur í Skógarhlíð

Skóg­ar­hlið verður endur­bætt og lagður verður hjóla­stígur meðfram henni að aust­an­verðu og mun hann liggja frá norð­urenda Skóg­ar­hlíðar að undir­göngum undir Litlu­hlíð. Göngu­leiðir verða beggja vegna Skóg­ar­hlíðar.

Haustið 2020 lá fyrir deili­skipu­lag­breyting vegna þessara breyt­inga – skoða deili­skipulag.