Stórátak er boðað
Göngu- og hjólastígar
Reykjavík vill verða hjólaborg á heimsmælikvarða með fjármögnun nýrrar hjólreiðaáætlunar sem er í undirbúningi og gerð heildstæðs hjólastígakerfis fyrir höfuðborgarsvæðið er hafið í samvinnu við ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Auk stórátaks í nýjum hjólastígum er framundan mikil endurnýjun gönguleiða í eldri hverfum og upphitun valinna stíga.
Rúmir 8 milljarðar til virkra ferðamáta
Hjólastígar eru hluti af Samgöngusáttmála ríkisins og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu – samgongusattmali.is

Hvar koma nýir hjólastígar?
Af þeim verkefnum sem unnið verður að eru meðal annars:
- Bústaðavegur við Litluhlíð – undirgöng undir Litluhlíð – tenging við Skógarhlíðina
- Háaleitisbraut – gatnamót við Bústaðaveg og stígur þaðan niður í Fossvogsdal
- Snorrabraut við Borgartún
- Sameiginlegur göng- og hjólastígur við Hæðagarð.
- Undirgöng undir Bústaðaveg við Sprengisand
Endanlegur listi verður lagður fyrir umhverfis- og skipulagsráð fyrir árslok 2020.
