Miklubrautarstokkur
Með því að setja Miklubraut í stokk opnast nýir möguleikar. Á yfirborðinu verður rólegt og manneskjulegt göturými sem styður við vistvæna samgöngumáta, Borgarlínuna og gangandi og hjólandi umferð. Miklabrautin fær á sig skemmtilega borgarmynd og lífsgæði íbúa aukast verulega með bættum loftgæðum og vistlegra umhverfi.
Hugmyndin
Þetta hugmyndavídeó var sýnt í borgarráði 1. febrúar 2018 og á íbúafundi á Kjarvalsstöðum um kvöldið, þar sem því var fagnað með dynjandi lófataki.
Frá Snorrabraut að Rauðarárstíg
Í samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir að setja Miklubraut í stokk að hluta. Mynd fengin úr sameiginlegri kynningu ríkis og sveitarfélaga.

Miklubrautarstokkur: Rauðarárstígur - Kringlumýrarbraut
Í samgöngusáttmála ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir að setja Miklubraut í stokk að hluta. Mynd fengin úr sameiginlegri kynningu ríkis og sveitarfélaga.
