Vísindaþorp í Vatnsmýri
„Vísindaþorpið í Vatnsmýri” eða Reykjavík Science City er samstarfsvettvangur Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Landsspítala háskólasjúkrahúss, Vísindagarða Háskóla Íslands og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Tilurð þess má rekja til ársins 2013 þegar mótuð var sameiginleg framtíðarsýn fyrir Vísindaþorpið.
Um Vísindaþorpið
Helsti vaxtarbroddur atvinnulífs á Íslandi á komandi árum er á sviði þekkingariðnaðar og þar gegnir Vísindaþorpið veigamiklu hlutverki með tvo stærstu háskólanna og háskólasjúkrahús. Landfræðileg nálægð við öflugar rannsóknarstofnanir, þekkingarfyrirtæki og aðra getur haft í för með sér umtalsverðan ávinning fyrir alla aðila. Þróun og efling vaxtargreina út frá hugmyndafræði vistkerfa nýsköpunar muni styrkja til muna samkeppnishæfni og arðsemi fyrirtækja á Íslandi, og þar getur vísindaþorpið gegnt lykilhlutverki.
Vísindaþorpið er eitt mesta vaxtasvæði landsins. Uppbygging á nýju háskólasjúkrahúsi er í fullum gangi. Háskóli Íslands hyggur á viðamikla uppbygginu á svæði Vísindagarða og víðar á háskólasvæðinu. Á vettvangi Háskólans í Reykjavík eru nýir Háskólagarðar í uppbyggingu auk þess sem unnið er að þróun á aðstöðu fyrir tæknifyrirtæki og frekari stækkun aðalbyggingar. Fjölmörg önnur verkefni eru í gangi s.s. uppbygging að Hlíðarenda og ný samgöngumiðstöð.
Í vísindaþorpinu mun þróast lifandi og þétt borgarbyggð þar sem skólar, fyrirtæki, stofnanir, íbúðir og þjónusta myndi mósaík fjölbreytts mannlífs. Þar þróast áfram þungamiðja þekkingarhagkerfisins á Íslandi þar sem núverandi aðilar, nýjar rannsóknarstofnanir og öflug þekkingarfyrirtæki eiga með sér samstarf og samvinnu og myndi þannig öflugt samfélag sem leiði til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar starfa.
Framtíðarsýn um lifandi borg
Í Vatnsmýri byggist upp fjölbreytt, hvetjandi, lifandi og þétt borgarbyggð. Hún samanstendur af háskólum, háskólasjúkrahúsi, þekkingarfyrirtækjum, vísindagörðum, frumkvöðlasetrum, íbúðum fyrir almenning og stúdenta, þjónustu, verslun, afþreyingu, menningu og grunn- og leikskólum í nánum tengslum við náttúru, útivist og almenningsrými.
Vatnsmýrin er svæði þar sem fólk vill eiga heima, starfa og heimsækja. Samgöngur eru greiðar innan svæðis, við alþjóðaflugvöll og höfuðborgarsvæðið. Þar gegnir alhliða samgöngumiðstöð á umferðarmiðstöðvarreit mikilvægu hlutverki í samgöngum innan Reykjavíkur og út um allt land..
Skólar, fyrirtæki, stofnanir, íbúðir og þjónusta mynda mósaík fjölbreytts mannlífs í Vatnsmýri.

Samfélag þekkingar
Í Vatnsmýri er þungamiðja þekkingarhagkerfis á Íslandi. Þar gegna lykilhlutverki sameinað háskólasjúkrahús, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík, en mikilvægt er að stuðla að nánum tengslum við aðrar mennta- og rannsóknarstofnanir.
Starfsemi og samstarf þessara aðila um t.d. innviði, rannsóknir, nýsköpun og frumkvöðla- og sprotastarfsemi leiðir til þess að öflug þekkingarfyrirtæki bætist í hóp sterkra fyrirtækja sem starfa í Vatnsmýrinni. Með markvissri stefnumótun og samvinnu verður Vatnsmýrin í fremstu röð í völdum geirum þekkingariðnaðar.

Háskóli Íslands
- Unnið er að þróun á nýju rammaskipulagi fyrir svæði Háskóla Íslands.
- Í febrúar 2020 opnaður nýr stúdentagarður með 244 gistieiningum.
- Við Gamla Garð er hafin uppbygging á 69 íbúða nemendagarði á vegum FS.
- Gróska, nýtt hugmyndahús við Vísindagarða Háskóla Íslands er að opna. Þar verður í fyrsta áfanga skrifstofur CCP og ýmis þjónusta svo sem líkamsræktarstöð.
- Framkvæmdir eru hafnar við hús íslenskra fræða.
Landspítali
- Við Landspítalann er uppbygging hafin á nýjum meðferðarkjarna sem á að opna 2024.
- Undirbúningur er hafin að byggingu á bílastæða og þjónustuhúsi sem verður til móts við lóð samgöngumiðstöðvar.
Hlíðarendi
- Við Hlíðarenda er góður gangur á uppbyggingu á nýju íbúðahverfi. Sala á íbúðum gengur vel og eru mörg hundruð íbúar þegar fluttir í hverfið.
- Við Hlíðarenda eru enn nokkrir reitir þar sem uppbygging er ekki hafin: A, H og G.
Nauthólsvegur
- Norðan við Icelandair Natura er Reykjavíkurborg að skoða að þróa nýja lóð undir atvinnu eða blandaða byggð.
- Við Háskólann í Reykjavík er uppbygging á nemendagörðum í fullum gangi
- Verið er að þróa borgarlínustöð við HR og atvinnulóðir við hlið stöðvarinnar.
Skerjafjörður
- Nýtt borgarhverfi er í mótun við Skerjafjörð
- Félagsstofnun stúdenta er á meðal aðila sem hafa fengið vilyrði fyrir lóð á svæðinu