Greiðslu­kerfi og uppfærsla í upplýs­inga­tækni

Strætó stefnir á að taka upp nýtt rafrænt greiðslu­kerfi. Fyrir­mynd nýja greiðslu­kerf­isins er þekkt í almenn­ings­sam­göngum um allan heim, þar sem kort eða farsími er settur upp við skanna þegar fargjaldið er greitt í vagn­inum.

Aukin þægindi fyrir alla

Nýja greiðslu­kerfið mun veita aðgang í Strætó á höfuð­borg­ar­svæðinu og Borg­ar­línu. Áætlanir eru uppi um að kerfið veiti aðgang að fleiri vist­vænum samgöngu­mátum eins og hjóla­leigum og deili­bílum og jafnvel enn frekari þjón­ustu í fram­tíð­inni. Dæmi um þekkt greiðslu­kerfi í öðrum borgum heimsins er Oyster-kortið í London, Rejsekort í Kaup­manna­höfn og OV-chipkaart í Amsterdam.