Hönnun og umbreyting þjónustu
Reykjavíkurborg er þjónustuaðili sem leggur áherslu á að veita borgarbúum aðgengilega, fjölbreytta og framúrskarandi þjónustu, stærstur hluti starfsemi Reykjavíkurborgar felst í þjónustu með einum eða öðrum hætti. Íbúar borgarinnar og gestir hennar eru þannig viðskiptavinir hennar og þeir eiga að vita hvers þeir geta vænst þegar þeir sækja þjónustu.
Skrifstofa þjónustu og umbreytinga
Innan þjónustu- og nýsköpunarsviðs borgarinnar er starfræk skrifstofa þjónustu og umbreytinga. Hennar stærstu verkefni eru innleiðing á þjónustustefnu borgarinnar, kennsla, ráðgjöf, hugmyndavinna og aðstoð við þróun stafrænna lausna. Skrifstofan vinnur verkefni þvert á borgina og störf hennar aðlagast þörfum hvers verkefnis fyrir sig. Tilgangur skrifstofunnar er skýr: að setja notandann alltaf í fyrsta sæti og gera alla þjónustu borgarinnar aðgengilega, skiljanlega og einfalda.

Þjónustustefna Reykjavíkurborgar
Þjónustustefna Reykjavíkurborgar lýsir samræmdri sýn borgarinnar á það hvað þjónustuveiting snýst um. Þannig nýtist hún starfsfólki við dagleg störf um leið og hún setur viðmið og mælikvarða um þjónustu borgarinnar almennt. Þjónustustefna Reykjavíkurborgar skiptist í fjögur meginmarkmið sem hvert og eitt á að tryggja góða og skilvirka þjónustu við notendur hennar. Þau eru fagmennska, notendamiðuð þjónusta, skilvirkni og nærþjónusta.
Gróðurhúsið
Gróðurhúsið er vinnustofa í þjónustuhönnun á vegum Reykjavíkurborgar. Markmiðið er að innleiða þjónustustefnu borgarinnar þvert á svið og stofnanir með því að kenna starfsfólki að beita notendamiðaðri hugsun og nýsköpun í sínum daglegu störfum. Á námskeiðinu er farið yfir helstu áherslur, ferla og verkfæri aðferðafræði þjónustuhönnunar og hvernig hún nýtist starfsfólki beint í sinni. Starfsfólk sækir um með það í huga að vinna að lausn fyrir ákveðna áskorun eða verkefni. Næstu vikurnar fá þau svo aðstoð við að nálgast verkefnið út frá hugmyndafræði þjónustuhönnunar, búa til frumgerð að lausn og koma henni í prófanir. Að námskeiðinu loknu ættu allir þátttakendur að hafa lært grunninn í þjónustuhönnun og vera betur í stakk búin að nýta sér verkfæri hennar við úrlausn verkefna.

Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Snjallmælar Snjallari hita-, raf- og vatnsveitur
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Snjallborgarlausnir USK Fjölbreytt þjónusta í borgarlandinu
- Upplýsingatækni og notendabúnaður Upplýsingatækni sem undirstaða nýsköpunar
- Upplýsinga- og gagnastýring Gögn og gaman
- Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi Stafræn verkefni innan borgarinnar
- Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla Aðgengileg þjónusta á netinu
- Rannsóknir og nýsköpun Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar