Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi
Innan Reykjavíkurborgar starfrækt sv0kölluð verkefnastofa Stafrænnar Reykjavíkur. Hlutverk verkefnastofunnar er að stýra verkefnum þvert á borgina og beita til þess samræmdum aðferðum sem miða að því að koma hlutum í verk. Alls eru nú um tuttugu verkefni í vinnslu hjá verkefnastofunni og styðja þau flest við innviðauppbyggingu í upplýsingatækni og stafræna þróun borgarinnar.
Verkefnin framundan
Fjöldi verkefna eru nú í vinnslu á mörgum sviðum borgarinnar. Sem dæmi mætti nefna:
• Fræðslu-, eignaumsjóna- og umsýslukerfi
• Lausnir fyrir framlínuþjónustu
• Uppsetning á upplýsingaskjáum og fjarfundabúnaði
• Myndræn framsetning á innkaupaferli
• Fjöldi nýrra vefja, m.a. fyrir Borgarskjalasafn og Reykjavíkurborg
• Innleiðing á Hlöðunni – nýju skjalastýringakerfi
• Innleiðing á nýju kerfi fyrir frístundastyrki
• Kaup á nýju kerfi fyrir framleiðslueldhús velferðarsviðs borgarinnar
Nýtt umsýslukerfi fyrir Borgarskjalasafn
Um þessar mundir er unnið að kaupum og innleiðingu á nýju umsýslukerfi fyrir Borgarskjalasafn. Eitt af meginmarkmiðum skjalasafnsins er að beita skipulögðum vinnubrögðum við móttöku, meðferð og varðveislu skjala og annarra heimilda. Nýtt kerfi býður m.a. upp á mun betra viðmót fyrir notendur kerfisins og stuðning við helstu staðla ásamt því að uppfylla betur kröfur Þjóðskjalasafns til héraðsskjalasafna. Það verður einnig auðveldara fyrir utanaðkomandi aðila að fletta upp í safnkosti á vefnum sem eykur upplýsingagildi safnsins til muna.

ISE aðgangsstýringarkerfi
Innleiðing á ISE aðgangsstýringarkerfi, svokölluðu Identity Services Engine (ISE), er einnig í fullum gangi. Með þessum hugbúnaði er m.a. hægt að stýra því hvaða notendur og búnaður fá aðgang að neti borgarinnar, en kerfið hefur samskipti við annan netbúnað til að tryggja öryggi borgarnetsins. Stefnt er að kerfið verði komið í fulla notkun í lok ársins 2021.
Fjarfundabúnaður
Annað nýlegt verkefni er innleiðing á fjarfundabúnaði stjórnsýsluhúsum Reykjavíkurborgar. Bæði var kominn tími á að uppfæra eldri búnað, auk þess sem slíkan búnað vantaði á ýmsum stöðum til að koma til móts við breytt vinnulag í kjölfar Covid19 faraldursins. Aðstaðan kemur vel út og nýtist starfsmönnum borgarinnar vonandi vel á komandi misserum.
Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Snjallmælar Snjallari hita-, raf- og vatnsveitur
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Snjallborgarlausnir USK Fjölbreytt þjónusta í borgarlandinu
- Upplýsingatækni og notendabúnaður Upplýsingatækni sem undirstaða nýsköpunar
- Hönnun og umbreyting þjónustu Aðgengileg og fjölbreytt þjónusta fyrir alla
- Upplýsinga- og gagnastýring Gögn og gaman
- Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla Aðgengileg þjónusta á netinu
- Rannsóknir og nýsköpun Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar