Rann­sóknir og nýsköpun

Reykja­vík­ur­borg mun styðja við innleið­ingu Græna plansins með því að nýta þau tæki­færi sem felast í þátt­töku í alþjóð­legum samstarfs­verk­efnum. Mark­miðið er að efla þátt­töku og árangur Reykja­víkur í rann­sókna- og nýsköp­un­ar­um­hverfi Evrópu, að afla þekk­ingar á lyki­lá­skor­unum og tæki­færum í umhverfis og lofts­lags­málum, að afla rann­sókna- og nýsköp­un­ar­styrkja sem styðja við og fjár­magna stefnur og áherslur Reykja­víkur og að efla Reykja­vík­ur­borg sem borg nýsköp­unar og sjálf­bærni.

Borg tækifæra, lífsgæða og framfara

Þátt­taka í alþjóð­legum verk­efnum mun auka aðdrátt­arafl Reykja­víkur sem borg­ar­rými fram­fara, tæki­færa og lífs­gæða og efla viðnáms­þrótt hennar og hæfni til að takast á við fram­tíðina og umbreyt­ingar og óvissu sem henni fylgja.

Megináherslur

Megin­áhersla verður lögð á Græna samning Evrópu­sam­bandsins, sem miðar að kolefn­is­hlut­leysi og grænni uppbygg­ingu í Evrópu, og nýja rann­sókn­aráætlun ESB, Horizon Europe. Horizon Europe mun ráðstafa 100 millj­örðum evra til rann­sókna og nýsköp­unar á komandi árum með megin­á­herslu á umhverf­ismál, þar á meðal til verk­efn­isins 100 kolefn­is­hlut­lausar borgir.