Snjallborgarlausnir USK
Reykjavíkurborg hefur í samstarfi við fjölda fyrirtækja og einkaaðila unnið að því að bjóða upp á fjölbreyttar snjallar lausnir í borgarlandinu. Markmiðið er að auka þjónustu við borgarbúa og gestkomandi, hagræða í rekstri og hafa jákvæð áhrif á efnahaginn.
Upplýsingaskjáir Strætó
Í samstarfi við Strætó hafa verið settir upp gagnvirkir upplýsingaskjáir á Hlemmi. Upplýsingaskjárinn getur gefið rauntímaupplýsingar um brottfarir og komur, auk þess að sýna á gagnvirku korti hvar strætisvagnar eru staðsettir hverju sinni.

Snjallir ljósastaurar
Tilraunaverkefni með snjalla ljósastaura er nú í gangi á þremur svæðum í Reykjavík. Snjallir ljósastaurar eru ljósleiðarartengdir og geta veitt upplýsingar um t.d. veðurfar, loftgæði, hljóðvist og umferðarflæði. Þannig má auka upplýsingaflæði með því að tengja saman ólíka hluta borgarinnar með snjöllu neti.
Rafskútur í Reykjavík
Fyrstu rafskúturnar voru boðnar til leigu fyrir almenning í borgarlandinu árið 2019, en síðan þá hefur þeim aðeins farið fjölgandi. Um er að ræða stöðvalausar leigur, sem þýðir að ekki þarf að skila hjólunum á fyrirframákveðnar stöðvar heldur má hoppa af og á eftir hentugleika innan ákveðins svæðis, sem er kirfilega tilgreint í smáforritum fyrirtækjanna. Um er að ræða tilraunaverkefni sem er hluti af eflingu vistvænna og snjallra ferðamáta innan borgarinnar.

Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Snjallmælar Snjallari hita-, raf- og vatnsveitur
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Upplýsingatækni og notendabúnaður Upplýsingatækni sem undirstaða nýsköpunar
- Hönnun og umbreyting þjónustu Aðgengileg og fjölbreytt þjónusta fyrir alla
- Upplýsinga- og gagnastýring Gögn og gaman
- Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi Stafræn verkefni innan borgarinnar
- Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla Aðgengileg þjónusta á netinu
- Rannsóknir og nýsköpun Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar