Snjall­borg­ar­lausnir USK

Reykja­vík­ur­borg hefur í samstarfi við fjölda fyrir­tækja og einka­aðila unnið að því að bjóða upp á fjöl­breyttar snjallar lausnir í borg­ar­landinu. Mark­miðið er að auka þjón­ustu við borg­arbúa og gest­kom­andi, hagræða í rekstri og hafa jákvæð áhrif á efna­haginn.

Upplýsingaskjáir Strætó

Í samstarfi við Strætó hafa verið settir upp gagn­virkir upplýs­inga­skjáir á Hlemmi. Upplýs­inga­skjárinn getur gefið raun­tíma­upp­lýs­ingar um brott­farir og komur, auk þess að sýna á gagn­virku korti hvar stræt­is­vagnar eru stað­settir hverju sinni.

Snjallir ljósastaurar

Tilrauna­verk­efni með snjalla ljósastaura er nú í gangi á þremur svæðum í Reykjavík. Snjallir ljósastaurar eru ljós­leið­ar­artengdir og geta veitt upplýs­ingar um t.d. veðurfar, loft­gæði, hljóð­vist og umferð­ar­flæði. Þannig má auka upplýs­ingaflæði með því að tengja saman ólíka hluta borg­ar­innar með snjöllu neti.

Rafskútur í Reykjavík

Fyrstu rafskút­urnar voru boðnar til leigu fyrir almenning í borg­ar­landinu árið 2019, en síðan þá hefur þeim aðeins farið fjölg­andi. Um er að ræða stöðvalausar leigur, sem þýðir að ekki þarf að skila hjól­unum á fyrir­framákveðnar stöðvar heldur má hoppa af og á eftir hent­ug­leika innan ákveðins svæðis, sem er kirfi­lega tilgreint í smáfor­ritum fyrir­tækj­anna. Um er að ræða tilrauna­verk­efni sem er hluti af eflingu vist­vænna og snjallra ferða­máta innan borg­ar­innar.