Snjall­mælar

Veitur hafa ákveðið að snjall­væða alla sölu­mæla í hita-, raf- og vatns­veitum. Snjall­væðing mæla felur í sér uppsetn­ingu á nýjum mælum í raf-, hita- og vatns­veitum, ásamt því að koma upp samskipta­kerfi á milli mælanna og miðlægs hugbún­aðar sem heldur utan um gögnin sem safnað er og stýrir gagna­vinnsl­unni.

Ávinningur

Tilgang­urinn er að ná ávinn­ingi til hags­bóta fyrir viðskipta­vini og starfs­fólk Veitna. Ávinn­ingur felst í raun­reikn­ingum, orku­sparnaði, bættri upplýs­inga­gjöf, vöktun afhend­ing­ar­gæða og bættu viðhaldi dreifi­kerfa. Til að ná fram ávinn­ingi snjall­væð­ing­ar­innar þarf að setja upp mæla sem geta safnað gögnum um notkun, afhend­ing­ar­gæði og mæli­tækið sjálft. Gögnum er safnað á 15-60 mínútna fresti og þau síðan send með reglu­bundnu milli­bili til miðlægs hugbún­aðar. Öll gögn eru dulkóðuð áður en þau eru send úr mæli.

Nánari upplýs­ingar um snjall­mæla er að finna hér.