Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla

Stafræn umbreyting og rafvæðing þjón­ustu­ferla er mikil­vægur liður í því að bæta þjón­ustu við íbúa Reykja­víkur. Mark­miðið er að færa þjón­ustuna nær íbúanum með því að bjóða upp á rafrænar umsóknir, aðgengi­lega hönnun og mann­legt viðmót í stað umsókna á papp­írseyðu­blöðum. Vinnan byggir á mark­miðum þjón­ustu­stefnu borg­ar­innar, sem er að bæta, rafvæða og einfalda þjón­ustu Reykja­víkur.

Stafræn umbreyting fjárhagsaðstoðar

Rafvæðing fjár­hags­að­stoðar var fyrsta verk­efni Reykja­vík­ur­borgar á sviði staf­rænnar umbreyt­ingar sem hafði áhrif á grunn­þjón­ustu borg­ar­innar. Verk­efnið fólst í því að því að búa til lausn sem yrði fyrsti valkostur íbúa sem sækja um fjár­hags­að­stoð til fram­færslu. Verk­efnið var prófraun á það hvort hægt væri að reka stór umbreyt­inga­verk­efni hjá Reykja­vík­ur­borg þar sem unnið er í sprettum eftir aðferða­fræði hönn­un­ar­hugs­unar og notast við LEAN, Agile og Scrum hugmynda­fræði við mótun ferla verk­efn­isins.

Vefkerfi ársins 2019

Rafvæðing fjár­hags­að­stoðar var valið vefkerfi ársins á Íslensku vefverð­laun­unum fyrir árið 2019. Verk­efnið var unnið í samstarfi við Kolibri.

„Vefkerfi ársins er mikil nýsköpun sem er í senn aðgengileg og mannleg. Metn­að­urinn á bakvið verk­efnið skín í gegn, en þetta er vefkerfi sem skiptir sköpum fyrir notendur þess. Flæðið í gegnum kerfið er einfalt og notenda­vænt. Frábær­lega vel útfærð lausn!”

Næstu skref stafrænnar umbreytingar

Staf­rænt umbreyt­ingat­eymi Reykja­vík­ur­borgar hefur unnið að því að einfalda og rafvæða ýmsar þjón­ustur borg­ar­innar. Þar ber helst að nefna sérstaka íþrótta- og tómstunda­styrki fyrir börn sem búa á tekju­lægri heim­ilum og ráðgjöf við full­orðið fatlað fólk.

Einnig er unnið að því að bæta aðgengi barna að tækni sem styður við staf­ræna hæfni,  en í skóla- og frístund­a­starfinu er unnið að staf­rænni umbreyt­ingu og aukinni þekk­ingu kennara og starfs­fólks á tækni­búnaði sem styður við nám og leik.