Upplýs­inga- og gagn­a­stýring

Á árinu 2019 var lagður grunnur að nýrri deild innan Reykja­vík­ur­borgar sem sérhæfir sig í vinnslu og hagnýt­ingu gagna. Markmið deild­ar­innar eru tvíþætt. Annars vegar að geyma og samrýma tölu­lega gögn borg­ar­innar þannig þau séu rétt og aðgangs­stýrð. Hins vegar setja gögn borg­ar­innar fram á aðgengi­legan og mynd­rænan hátt, þróa skýrslur, fram­kvæma tölfræði­grein­ingar og þróa tölfræðilíkön.

Gagnvirkt sorphirðudagatal

Meðal þeirra lausna sem nýtast íbúum borg­ar­innar beint er þróun og innleiðing á gagn­virku sorp­hirðu­da­ga­tali. Um er að ræða veflausn sem gerir íbúum kleift að sjá hvenær sorp verður næst hirt við heim­ilið. Einnig er hægt að sjá hvaða grennd­ar­stöð fyrir flokkað endur­vinnslu­efni er næst heim­ilinu og fá stystu göngu­leið þangað á gagn­virku korti.

Miðlægt samþættingarlag

Undir­bún­ingur á svokölluðu miðlægu samþætt­ing­ar­lagi gagna er einnig í fullum gangi. Tilgang­urinn með samþætt­ing­ar­laginu er að hafa gögn úr grunn­kerfum aðgengileg og uppbyggð á einum miðlægum stað. Með því móti fær upplýs­inga­greind yfirsýn yfir gögn borg­ar­innar, getur aðgangs­stýrt gögnum og undir­búið þau til frekari hagnýt­ingar. Samhliða þessu er verið að kort­leggja þau gögn sem borgin býr yfir og greina með hvaða hætti hægt verður að beita nútíma­töl­fræði­að­ferðum og tólum til að öðlast dýpri innsýn í gögn, rekstur og ferla borg­ar­innar.