Upplýsinga- og gagnastýring
Á árinu 2019 var lagður grunnur að nýrri deild innan Reykjavíkurborgar sem sérhæfir sig í vinnslu og hagnýtingu gagna. Markmið deildarinnar eru tvíþætt. Annars vegar að geyma og samrýma tölulega gögn borgarinnar þannig þau séu rétt og aðgangsstýrð. Hins vegar setja gögn borgarinnar fram á aðgengilegan og myndrænan hátt, þróa skýrslur, framkvæma tölfræðigreiningar og þróa tölfræðilíkön.
Gagnvirkt sorphirðudagatal
Meðal þeirra lausna sem nýtast íbúum borgarinnar beint er þróun og innleiðing á gagnvirku sorphirðudagatali. Um er að ræða veflausn sem gerir íbúum kleift að sjá hvenær sorp verður næst hirt við heimilið. Einnig er hægt að sjá hvaða grenndarstöð fyrir flokkað endurvinnsluefni er næst heimilinu og fá stystu gönguleið þangað á gagnvirku korti.

Miðlægt samþættingarlag
Undirbúningur á svokölluðu miðlægu samþættingarlagi gagna er einnig í fullum gangi. Tilgangurinn með samþættingarlaginu er að hafa gögn úr grunnkerfum aðgengileg og uppbyggð á einum miðlægum stað. Með því móti fær upplýsingagreind yfirsýn yfir gögn borgarinnar, getur aðgangsstýrt gögnum og undirbúið þau til frekari hagnýtingar. Samhliða þessu er verið að kortleggja þau gögn sem borgin býr yfir og greina með hvaða hætti hægt verður að beita nútímatölfræðiaðferðum og tólum til að öðlast dýpri innsýn í gögn, rekstur og ferla borgarinnar.
Önnur tengd verkefni
- Aðrar fjárfestingar í stafrænni umbreytingu
- Eltiprentun Aðgangsstýrð miðlæg útprentun
- Snjallmælar Snjallari hita-, raf- og vatnsveitur
- Greiðslukerfi og uppfærsla í upplýsingatækni Nýtt rafrænt greiðslukerfi
- Snjallborgarlausnir USK Fjölbreytt þjónusta í borgarlandinu
- Upplýsingatækni og notendabúnaður Upplýsingatækni sem undirstaða nýsköpunar
- Hönnun og umbreyting þjónustu Aðgengileg og fjölbreytt þjónusta fyrir alla
- Hugbúnaður og ný upplýsingakerfi Stafræn verkefni innan borgarinnar
- Stafræn umbreyting og rafvæðing ferla Aðgengileg þjónusta á netinu
- Rannsóknir og nýsköpun Þátttaka í alþjóðlegum samstarfsverkefnum
- Ráðstefna um stafræna vegferð borgarinnar